Fyrirlestrar
Má ég elta draumana mína?
Um hugrekki, sjálfsmildi og að leyfa sér að fylgja hjartanu
Í þessum einlæga og áhrifamikla fyrirlestri deilir Sóley Eiríksdóttir reynslu sinni af sjálfsefa, “survivors guilt” og því hvernig við lærum að halda áfram eftir áföll og finnum hugrekkið til að elta draumana okkar.
Sóley bjargaðist úr snjóflóðinu á Flateyri eftir að hafa legið undir snjó í níu klukkustundir. Hún missti bæði systur sína og heimili í flóðinu og hefur síðan verið í sífelldri leit að tilgangi lífsins.
Í dag styður hún fólk sem vill losna við sjálfsefa, byggja upp sjálfsmildi, sterkari sjálfsmynd og gefa sér leyfi til að fylgja draumunum sínum.
Fyrirlesturinn er bæði persónulegur og faglegur þar sem Sóley tengir saman markþjálfun, jákvæða sálfræði og lífsreynslu sem veitir fólki innblástur til að styrkja sjálfsmyndina, mæta sér af mildi og þora að standa með sjálfu sér bæði í lífi og starfi.
Bókanir á soley@soleyeiriks.is
Jákvæð sálfræði
Býð upp á fyrirlestra um jákvæða sálfræði sem ég get hagrætt eftir þörfum fyrirtækja og vinnustaða.
Meðal umfjöllunarefna er hamingja, jákvæð samskipti, tilgangur, gróskuhugarfar, seigla, áfallaþroski, markþjálfun eða annað.
Hafið samband fyrir nánari upplýsingar:
soley@soleyeiriks.is