Hver er ég?
Ég heiti Sóley Eiríksdóttir og starfa sem fyrirlesari og sjálfsvinnuþjálfi. Nálgun mín byggir á jákvæðri sálfræði, markþjálfun og þeirri djúpu innri vegferð sem ég hef sjálf gengið í gegnum. Ástríða mín er að styðja fólk við að efla sjálfsvirði, seiglu og trú á eigin rödd.
Sagan mín
Þegar ég var ellefu ára gömul lifði ég af snjóflóðið á Flateyri. Sú lífsreynsla minnti mig á hvað lífið er brothætt og hve mikilvægt er að lifa í samræmi við eigin sannfæringu. Þessi reynsla markaði líf mitt og kveikti hjá mér þörf fyrir að finna tilgang með lífinu.
Andlega vakningin
Á fullorðinsárum fór ég í gegnum andlega vakningu sem fékk mig til að endurmeta lífið og líta inn á við. Ég áttaði mig á að ég var ekki að fylgja eigin draumum og að ég hélt mér sjálf niðri með innri hindrunum sem ég hafði skapað.
Ég byrjaði í markþjálfun til að vinna með þessar hindranir og fann þar öflug verkfæri sem hjálpuðu mér að treysta eigin rödd. Síðar bætti ég við námi í jákvæðri sálfræði til að dýpka skilning minn og styrkja fræðilegar undirstöður þess sem ég deili í dag.
Í dag
Í dag styð ég einstaklinga og teymi í að efla sjálfsvirði, seiglu og jákvæð samskipti. Í fyrirlestrum mínum tengi ég saman persónulega reynslu, fræðilega þekkingu og hagnýtar aðferðir sem hjálpa fólki að stíga inn í eigin kraft og nýta hann bæði í einkalífi og starfi.
Menntun og reynsla
BA í sagnfræði og bókmenntafræði.
MSc í verkefnastjórnun.
Markþjálfanám frá Evolvia 1 & 2.
Mastersdiplóma í jákvæðri sálfræði.
Höfundur bókarinnar Nóttin sem öllu breytti: Snjóflóðið á Flateyri (2016), skrifuð í samstarfi við Helgu G. Johnson og gefin út af Forlaginu.